UPPHAFSSÍÐA | ÁLYKTANIR | VERKEFNI | PISTLAR | LÖG FÉLAGSINS | ÁHUGAVERÐAR SÍÐUR OG TENGLAR


Pistlar

Október 2009
Athugasemdir Ingibjargar Elsu Björnsdóttur og Björns Pálssonar við aðalskipulagsbreytingu Ölfus 2009-10-07.

Október 2009
Um virkjanir á Hellisheiði og náttúruvernd.

Hellisheiðin hefur lengi verið eitt af vinsælustu útivistarsvæðum íbúa höfuðborgarsvæðisins.   Nú hefur friðsæld   og upplifun af náttúru heiðarinnar verið rofin   með stórvirkum vinnuvélum   og hvæsandi borholum upp um allar hlíðar.

...................Greinin öll

Apríl 2006
Samstarfsyfirlýsing - umhverfisráðuneytisins og frjálsra félagasamtaka

Markmið samstarfsaðila er að efla lýðræðislega umræðu um umhverfis- og náttúruvernd. Virkni og þátttaka almennings er forsenda árangurs í umhverfismálum. Hlutverk frjálsra félagasamtaka felst ekki síst í að koma upplýsingum til almennings. Því vill umhverfisráðuneytið auka samráð við frjáls félagasamtök um stefnumörkun og framkvæmd umhverfisverndar í samræmi við ákvæði Árósasamningsins frá 1998.

................Greinin öll


Nóvember 2005
Hvers vegna ekki Norðlingaölduveitu?


Um miðbik Íslands, suður af Hofsjökli eru víðáttumikil gróðurlendi sem einu nafni kallast Þjórsárver. Framtíð Þjórsárvera hefur verið til umræðu í rúm 30 ár. Um 1970 voru uppi hugmyndir um tröllaukið miðlunarlón í verunum í allt að 593 m. hæð yfir sjó. Enn er seilst eftir vatni og landi í Þjórsárverum til að auka við orkuframleiðslu á Þjórsár-Tungnaársvæðinu og nú af meiri hörku en nokkru sinni fyrr þó umbeðið miðlunarlón hafi minnkað með tímanum vegna andstöðu við að spilla þessari perlu íslenskra óbyggða.

................Greinin öll


Júní 2005
Erfðabreyttum lífverum sleppt út í sunnlenska náttúru
- án óháðs umhverfismats, án samráðs við heimamenn

Sunnlendingar eru smám saman að byrja að átta sig á því að yfirvöld hafa nú í tvígang heimilað íslensku líftæknifyrirtæki, ORF Líftækni, að sleppa erfðabreyttum lífverum út í sunnlenska náttúru. Í báðum tilvikum er um að ræða erfðabreytt bygg sem rækta á til framleiðslu á próteinum fyrir lyfjaframleiðslu. Ræktunin hófst vorið 2003 og fer fram á landi í eigu Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Leyfin veita ORF heimild til allt að 30 hektara ræktunar á erfðabreyttu byggi sem hefur að geyma framandi gen og erfðabreyta á enn frekar síðar þannig að það framleiði lyfvirk efni.

................Greinin öll
HÖNNUN OG UMSJÓN: ÖRN ÓSKARSSON