Lög NSS

Endurskoðuð í mars 2005

1. gr. Heiti samtakanna er Náttúruverndarsamtök Suðurlands, skammstafað NSS. Varnarþing þeirra er á Hvolsvelli. Félagssvæðið er Suðurland; Árnessýsla, Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla.

2. gr. Öll stafsemi samtakanna skal grundvallast á pólitísku hlutleysi og miðast við að samtökin eru málsvari náttúrunnar, fyrst og fremst.

3. gr. Markmið samtakanna er að gæta hagsmuna náttúrunnar; m.a. með því;

  • Að stuðla að verndun náttúrulegs umhverfis, landslags, lofts, jarðmyndana, vatns, sjávar og lífríkis, dýra og plantna og fjölgun verndaðra og friðaðra svæða á Suðurlandi með það að markmiði að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika, landslag og náttúrufarsleg sérkenni svæðisins.
  • Að fylgjast með ástandi verndaðra svæða og vekja athygli á þeim (sjá náttúruminjaskrá).
  • Að stuðla að því að náttúruauðlindir verði aðeins nýttar í samræmi við sjónarmið sjálfbærrar þróunar og að hagsmuna náttúrunnar sé ævinlega gætt þannig að hún beri ekki þar af varanlegar skaða.
  • Að fylgjast með áætlunum um hvers konar framkvæmdir sem snerta náttúruna; mannvirkjagerð, notkun tilbúinna efna, inngrip mannsins í lífríki o.fl. og að örva umræðu í samfélaginu umþau málefni.
  • Að ýta undir umfjöllun og upplýsta umræðu meðal almennings um umhverfis- og náttúruverndarmál, á þeim sviðum sem snerta daglegt líf og umgengni almennings við náttúruna.

4. gr. Að markmiði sínu hyggjast samtökin vinna að m.a. með eftirfarandi hætti:

  • Að afla gagna um þær upplýsingar sem til eru í samfélaginu um náttúru svæðisins, miðla þeim og hvetja til umhverfis- og náttúrufarsrannsókna.
  • Að miðla upplýsingum til almennings og vekja umræðu um náttúruna í gegn um internet og/eða fjölmiðla
  • Að standa fyrir fræðslu- og umræðufundum um umhverfis- og náttúruverndarleg málefni þegar ástæða er til (“ástæða” sem tekur mið af hlutverki félagsins).
  • Að standa fyrir lengri og styttri fræðsluferðum á vernduð svæði eða önnur svæði sem þykja áhugaverð eða eru í umræðunni hverju sinni
  • Að vera í sambandi/samstarfi við opinbera aðila, t.d. Umhverfisráðuneyti, Umhverfisstofnun, önnur frjáls umhverfissamtök varðandi stefnumótun og framtíðarsýn í náttúruverndarmálum.

5.gr . Félagið er opið öllum, er starfa vilja að umhverfis- og náttúruvernd á félagssvæðinu. Aðild að félaginu er bein aðild einstaklinga og styrktaraðild. Styrktaraðilar geta orðið einstaklingar, stofnanir, fyrirtæki, félög, félagasambönd og sveitarfélög. Styrktaraðilar hafa ekki kjörgengi en tillögurétt og geta sent áheyrnarfulltrúa sinn á fundi.

6. gr. Aðalfundur fer með æðsta vald samtakanna og skal hann haldinn fyrir marslok ár hvert. Aðalfund skal boða bréflega og auglýsa opinberlega með tveggja vikna fyrirvara. Á aðalfundi leggur stjórnin fram starfsskýrslu og endurskoðaða reikninga síðasta starfsárs. Einnig skal ræða tillögur um næstu verkefni samtakanna, fjárhagsáætlun, ákvarða félagsgjöld og taka inn nýja félaga.

7. gr. Stjórn samtakanna skal kosin árlega á aðalfundi. Hún skal skipuð 5 mönnum (a.m.k. einum úr hverri sýslu) og 3 til vara. Einnig skal kjósa tvo skoðunarmenn. Stjórn skiptir með sér verkum (skipar formann, varaformann, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda). Stjórn fer með málefni samtakanna milli aðalfunda. Stjórn skal hafa markmið samtakanna að leiðarljósi varðandi alla starfsemi og opinbera umfjöllun.
Stjórnin skal leita eftir styrkjum til viðbótar við félagsgjöld til að standa undir starfsemi samtakanna og vinna árlega fjárhagsáætlun. Reikningsárið skal vera almannaksárið.

8. gr. Stjórn tilnefnir aðra félagsmenn en stjórnarmenn til starfa í samráðshóp, og er í því tilfelli heimilt að leita til hvaða félagsmanns sem er. Samráðshópur skal skipaður 3-6 félagsmönnum, a.m.k. einum úr hverri sýslu. Samráðshópur skal vera stjórninni til ráðuneytis um þau málefni sem eru til umræðu og umfjöllunar hverju sinni. Fulltrúum í samráðshóp er ætlað að fylgjast með og afla sem ítarlegastra upplýsinga um náttúrufarsleg málefni sérstaklega á sínu svæði eða mál sem tengjast viðfangsefnum samtakanna og miðla upplýsingum til annarra félagsmanna. Fulltrúar í hópnum skulu víkja sæti og aðrir koma í staðinn ef hætta er á hagsmunaárekstrum varðandi þau málefni sem eru til umfjöllunar hverju sinni.

9. gr. Hætti samtökin störfum skulu eignir þeirra renna til þess aðila í stjórnkerfinu sem ber ábyrgð á friðuðum svæðum (nú Umhverfisstofnun) og ráðstafað til kynningar á vernduðum svæðum á Suðurlandi.

10. gr. Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi og þarf til þess 2/3 hluta greiddra atkvæða.

Samþykkt á aðalfundi samtakanna 18.04.2005

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *