Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands 2015

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands 2015 verður haldinn laugardaginn 28. mars nk. kl 13:00. Fundurinn verður haldinn að Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Arndís Soffía Sigurðardóttir og Magnea Þóra Guðmundsdóttir hafa framsögu fyrir formlegan aðalfund. Tilvalið að nýta ferðina og kíkja á fallega náttúru svæðisins í leiðinni, t.d. að Skógafossi og Gljúfrabúa. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á fundinn.

Aðalfundur NSS 2015