Stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands hefur tvívegis fundað haustið 2019. Í nógu er að snúast við gerð umsagna um hinar ýmsu framkvæmdir í landshlutanum, auk þess sem fundað hefur verið með sveitarstjórnarfólki.
Fyrirhugað er að halda aðalfund samtakanna í janúar 2020, samhliða málþingi í samstarfi við Landvernd og Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi, en þar er ætlunin að beina sjónum að náttúruvernd á miðhálendinu og mikilvægi hennar sem grundvallar fyrirhugaðs miðhálendisþjóðgarðs.